Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Sunnudagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2007 03:30

Hraðamyndavélar virka fínt

Ágætis reynsla er komin á hraðamyndavélarnar sem komið var fyrir í Hvalfjarðarsveit. Vélarnar hafa verið keyrðar til reynslu, en formlegum undirbúningstíma þeirra er ekki lokið. Samgönguráðuneyti og Ríkislögreglustjóri munu kynna á blaðamannafundi hvenær þær verða formlega teknar í fulla notkun. Ólafur Kr. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, sagði í samtali við Skessuhorn að ágætis reynsla væri komin vélarnar. Gögn úr þeim eru send rafrænt til sýslumannsembættisins í Stykkishólmi sem gefur út sektarmiða. Mótmæli ökumaður sektinni getur hann fengið að sjá myndina á næstu lögreglustöð. Ólafur lagði ríka áherslu á að undirbúningstíma væri ekki lokið.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort það geti ekki verið hin mesta skemmtan að sjá ökumenn með undrunarsvip bregðast við myndavélablossanum. Ólafur segir hins vegar að þetta sé ekkert nýtt og ætti ekki að koma neinum á óvart. “Það hafa verið svona vélar í Hvalfjarðargöngunum og einnig höfum við verið á ferð með myndavélarbíla, þannig að ökumenn ættu orðið að þekkja þetta.” 

 

Framhjáhaldið ekki í hættu

Ólafur segir að myndirnar snúi eingöngu að ökumönnum, ekki að farþegum. Heyrst hafði að margir þeir sem stunda þá iðju að skella sér út fyrir bæinn með einstaklingi af gagnstæða kyninu, öðrum en maka, væru uggandi um hag sinn. Einn og einn hafði orðað það við blaðamann að nú væru líkur á því að heima á stofuborð bærust myndir af þeim, skellihlæjandi við stýrið með einhverjum sem ekki ætti að vera í bílnum, svona opinberlega í það minnsta. Ólafur segir að slíkar aðstæður geti ekki komið upp. Myndin sé einungis lögð fram greiði menn ekki sektina og að auki sé farþeginn ekki þekkjanlegur á myndinni sem ökumaður fær að sjá. Þeir sem segjast vera á leiðinni á viðskiptafundi en eru í raun á leiðinni á Mótel Venus með ritaranum sínum geta því andað léttara, hvað þessa ógn varðar a.m.k. Það á hins vegar að vera sjálfsögð krafa að framhjáhaldarar keyri á löglegum hraða líkt og annað fólk. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is