Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2007 07:59

Mótmæla breytingu á vegi um Arnkötludal

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur mótmælt harðlega breytingu Arnkötluvegar í Gautsdal og krefst skýringa á því hvers vegna vegurinn er færður um 60-70 metra frá þeirri veglínu sem gert var ráð fyrir í umhverfismati og framkvæmdaleyfi var gefið fyrir. Í samtali við Skessuhorn sagði Óskar Steingrímsson sveitarstjóri Reykhólahrepps að landið væri í Reykhólahreppi og ekkert hefði verið haft samband við hreppsnefndina út af þessum breytingum. „Við heyrðum þetta bara á skotspónum. Okkur finnst undarlegt að ekki hefur verið haft samband við Skipulagsstofnun eins og lög gera ráð fyrir svo hreppsnefndin sendi Vegamálastjóra fyrirspurn um málið en ekkert svar hefur borist enn. Okkur skilst að hönnunardeild Vegagerðarinnar hafi breytt veglínunni án þess að spyrja kóng eða prest. Sagt er að minniháttar breytingar þurfi ekki að tilkynna eða fá ný leyfi fyrir en okkur hér finnst það ekki minniháttar breyting að færa veginn um 60-70 metra frá upphaflegri veglínu. Auk þess sem vegurinn er settur að gilbrún við fallegan foss og finnst fólki hér það eyðilegging á fögru landslagi,“ sagði Óskar.

 

Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Norðvestur umdæmi sagði í samtali við Skessuhorn að eiginlega bæðust þeir afsökunar á því að hafa ekki haft samband við rétta aðila áður en ákveðið var að breyta veglínunni og væru í raun pínulítið skömmustulegir yfir því. En Náttúrustofnun Vestfjarða hefði farið með málið fyrir þeirra hönd og búið væri að breyta veglínunni í samræmi við ummæli frá þeim. „Það eru bæði gæsir sem verpa þarna sem þarf að huga að og eins var fyrst meiningin að sprengja út nef á gilbarmi sem ekki verður gert.“ Aðpurður um mótmæli Reykhólahrepps sagði Magnús að þeir hefðu gefið samþykki sitt á sínum tíma. „Þegar búið er að samþykkja vegagerð er hönnunarvinnan ætíð eftir og endanleg veglína er aldrei negld niður strax, hún kemur þegar hönnunin hefst. Því teljum við að Reykhólahreppur hafi gefið sitt leyfi,“ sagði Magnús.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is