Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2007 01:10

Samkomulag í höfn um vatnsverksmiðju á Rifi

Samkomulag hefur verið gert á milli Snæfellsbæjar og Iceland Glacier Products ehf um að félagið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að byrjað verði á framkvæmdum strax í næsta mánuði og verksmiðjan muni taka til starfa seinni hluta næsta árs. Gert er ráð fyrir að við verksmiðjuna starfi um 40-50 starfsmenn þegar hún hefur starfssemi sína auk þess sem töluverðar framkvæmdir munu fylgja undirbúningi hennar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri fagnar þessum áfanga og segir að þessi verksmiðjan komi á hárréttum tíma fyrir bæjarfélagið í kjölfars hins mikla niðurskurðar sem var á þorskkvótanum. Hún muni skapa mikla atvinnu fyrir bæjarbúa.

 

Kristinn segir ennfremur að byrjað verði á að leggja vatnslögnina í næsta mánuði, en það sé kosnaður upp á 200 millljónir. Um séérlögn verði að ræða fyrir verksmiðjuna. „Vatnið er tekið í Skarslandi sem er á sama svæði og vatnsból Hellissands og Rifs, en vatnið er 200 metra undir hrauninu þarna. Rannsóknnir hafa sýnt að þarna er mjög gott vatn, það voru tekin sýni af vatninu á þessu svæði og sett í rannsóknir bæði hérlendis og erlendis og héldu menn að tækin væru biluð því þau sýndi bara ekki neitt, vatnið var bara svo hreint að það fannst ekkert í því,“ segir Kristinn.

 

Sverrir Pálmarsson stjórnarmaður í Iceland Glacier Products ehf var staddur í Hollandi að kaupa stálgrindarhús er Skessuhorn náði tali af honum. Hann  segir að stálgrindahúsið sé 10 þúsund fermetrar að stærð og verði byrjað að reisa það í september, en sú framkvæmd verði í höndum heimamanna. „Við höfum um tólf kaupendur að vatninu og það er næg eftirspurn eftir því. Við munum senda út 80 gáma á mánuði, 40 feta, fulla af átöppuðum vatnsflöskum. Vonir standa til að verksmiðjan skapi um 50 störf fljótlega en samkvæmt áætlunum verða starfsmenn orðnir 100 eftir þrjú ár. Við erum ganga frá samningum á tækjum frá Sidel í Frakklandi og við vonumst til að geta opnað verksmiðjuna í mars á næsta ári og munum líklega ráða einhverja starfsmenn upp úr áramótum, segir Sverrir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is