Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2007 08:24

Til hamingju með daginn Grundfirðingar!

Í dag eru nákvæmlega 221 ár síðan Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Danakonungur gaf út tilskipun þar um þann 18. ágúst 1786 og veitti um leið Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum kaupstaðaréttindi. Kaupstaðirnir áttu að verða miðstöðvar verslunar, líkt og orðið kaupstaður ber með sér, sem og útgerðar og iðnaðar. Valinn var einn staður í hverjum landshluta og áttu þar einnig að verða aðsetur ýmissa opinberra embættismanna og stofnana. Á heimasíðu Grundarfjarðar kemur fram að verslunarstaður hafi verið á Grundarkampi og séra Sæmundur Hólm, prestur á Helgafelli, hafi gert uppdrátt af lóð hans. Það er talinn vera fyrsti skipulagsuppdrátturinn á Íslandi.

Hugmyndirnar hvað varðar kaupstaðina gengu ekki allar eftir og svo fór að árið 1836 var gefin út tilskipun um að Reykjavík ein væri kaupstaður en hinir staðirnir fimm löggiltir verslunarstaðir. Engu að síður markar þessi dagsetning, 18. ágúst 1786, upphaf mikilla breytinga á Íslandi og er í raun sá dagur sem Grundfirðingar geta nefnt sinn afmælisdag.

Til hamingju með daginn Grundfirðingar!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is