Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2007 04:35

VLFA krefst úttektar á öryggisfatnaði ÍJ

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að kalla eftir úttekt Vinnueftirlitsins á nýjum öryggisfatnaði sem starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins er gert að klæðast. Fatnaðurinn var tekinn í notkun í maí og hefur borið á nokkurri óánægju meðal starfsmanna. Á heimasíðu VLFA kemur fram að mörgum þeirra finnist öryggi sínu ógnað þar sem fatnaðurinn verði óhóflega heitur. Einn starfsmaður hafi fallið í yfirlið vegna hitans sem geti orðið allt að 60 gráður. Á fundi með starfsmönnum fyrir nokkru var ákveðið að auka kælingu í kringum ofnana og að starfsmenn fengju orkudrykki. Forsvarsmenn verkalýðsfélagsins telja engan veginn nóg gert og vilja nú að Vinnueftirlitið geri heildarúttekt á þessum málum.

Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs ÍJ sagði í samtali við Skessuhorn að það væri forsvarsmönnum fyrirtækisins mikið kappsmál að tryggja öryggi starfsmanna. Hlífðarfatnaðurinn væri til þess að verja starfsmenn fyrir hugsanlegum málmslettum, en þeir væru að vinna með allt að 1700 gráðu heitan málm. „Menn hafa lent í minniháttar brunaslysum á undanförnum árum og fatnaðurinn var hugsaður til að bregðast við því. Það er stefna okkar hjá ÍJ og Elkem að útrýma þessum slysum og þessi fatnaður er notaður í sambærilegum fyrirtækjum í öðrum löndum. Vinnuslysum hefur fækkað hjá okkur á undanförnum árum, en við viljum gera enn betur.“

Þórður segir að komið hafi verið á móts við kvartanir með því að stórauka kælingu á vinnusvæðinu og yfir heitasta tímann hafi starfsmönnum verið boðið upp á orkudrykk. „Okkur er umhugað um velferð starfsmanna okkar og við viljum skoða það með opnum huga að fá sérfræðinga til að skoða áhrif fatnaðarins á líkamsstarfsemi. Vinnueftirlitinu er kunnugt um þennan búnað en ég veit satt að segja ekki hvort þeir eru rétti aðilinn til að kanna þetta. Við höfum sjálfir leitað hófanna með að fá sérfræðinga til að rannsaka málið, en ekki enn fundið réttu aðilana. Þetta er mjög flókið mál, en ef starfsmenn Vinnueftirlitisins vilja koma hingað og kanna eitthvað þá gera þeir það að sjálfsögðu,“ segir Þórður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is