Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2007 08:20

Tæp á taumi og ífæran bjargaði

Sigurður Garðarson sem rær á Herdísi SH frá Rifi datt í lukkupottinn í gær þegar hann var á línuveiðum austur undir Grundarfjarðarbrún. Var Siggi í mestu makindun að draga línuna og innbyrti hina venjulegu bolfiska sem þarna fást. “En allt í einu kom þessi líka svaka hlemmur á einn af krókunum hjá mér,” sagði Sigurður í samtali við Skessuhorn. “Mér bara dauðbrá og átti alls ekki vona á að fá þessa svaka flyðru. Ég náði ekki kvikindinu inn fyrir, en sem betur fer var ég með ífæru sem ég skellti bara í hausinn á henni og batt hana fasta á síðuna og þannig fór hún í land.” Sagði Siggi að lúðan hafi verið tæp á taumi, en sem betur fer var hún róleg og sennilega verið þreytt þegar hún kom á yfirborðið. “Sem betur fer var ég með ífæru með mér því annars hefði ég aldrei náð lúðunni innfyrir. En ég hef áður sett í svona stóra lúðu en þá missti ég hana þar sem ég var ekki með ífæru um borð.

Núna er ég alltaf með eina ífæru um borð og kom hún að góðum notum,” segir Sigurður skælbrosandi. Flyðran sem Sigurður fékk vóg 115 kg óslægð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is