Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2007 11:14

Töluvert rafmagnstjón í biluninni 7. ágúst sl.

Mjaltaþjónninn í Belgsholti
Töluvert tjón varð á rafmagnstækjum í biluninni sem varð í aðveitustöðinni að Brennimel í Hvalfirði 7. ágúst sl. Tjónið er mismikið en þar sem það var mest hleypur það á hundruðum þúsunda króna. Björn Sverrisson, netstjóri Vesturlands hjá Rarik, sagði í samtali við Skessuhorn að á bilinu 30-40 kvartanir hefðu borist frá viðskiptavinum. Fyrirtækið væri að safna gögnum sem það skilaði áfram til tryggingafélags síns. „Við höfum beðið fólk um að taka saman greinagerð um tjónið og senda okkur, ásamt með reikningum frá raf- eða rafeindavirkjum. Við tökum reikningana saman og sendum áfram til okkar tryggingarfélags.“

Björn segir tjónið vera mjög misjafnt, það geti verið allt frá einu símtæki og upp í eitthvað mun umfangsmeira. Hann telur að Rarik sé tryggt fyrir tjóninu og muni því ekki bera kostnað af þessu. Hann bendir þeim sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni að hafa samband við næsta tengilið fyrirtækisins, í þessu tilviki stjórnstöð Rarik í Stykkishólmi. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá varð einnig tjón á skrifstofum og heimilum á Akranesi. Þeir sem telja sig hafa lent í því er bent á að snúa sér til VÍS, tryggingafélags Orkuveitunnar.

 

Tjón upp á hálfa milljón

Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit sagði í samtali við Skessuhorn að þar á bæ hefði orðið ansi mikið tjón við straumrofið. „Það fóru margir spennar í fjósinu, t.d. tveir í mjaltaróbotinum. Þá fór prentplata með áföstum spenni í kálfafóstrunni og önnur í fóðurhræri fyrir fóstruna. Þá fór hleðslutæki fyrir rúllu- og gjafavagn og ein tölva í kornþurrkaranum. Inni í íbúðarhúsi fór símstöðin og rouderinn fyrir netið, sem og leikjatölva og sjónvarpstæki og blandari í eldhúsinu. Þá kviknaði í hlaupabrettinu.“

Haraldur segir að þau hjón hafi verið við það að bregða sér af bæ þegar óhappið átti sér stað og það hafi verið lán í óláni að þau voru ekki farin. „Við fengum strax þjónustuaðila fyrir róbotinn þannig að hann var ekki lengi óvirkur, svona tvo til þrjá tíma. Þá erum við búin að fá gert við megnið af þessu, þó að hlaupabrettið sé enn óvirkt. Líklega þurfum við að fá nýtt bretti en það gerir ekki mikið til á meðan veðrið er svona gott og við getum hlaupið úti.“ Haraldur segir að þau hafi haft samband við Rarik og þar hafi þeim verið sagt að senda reikninga fyrir viðgerðum. „Líklega fáum við þetta því bætt að mestu. Þetta var töluvert tjón, það hleypur á hundruðum þúsunda, gæti verið allt að 500 þúsund. Við höfum ekki lent í svona áður en þetta sýnir manni hvað við erum orðin háð rafmagninu,“ segir Haraldur, en búið að Belgsholti er mjög tæknivætt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is