Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2007 03:53

Icelandair fær samgönguverðlaun

Í dag voru samgönguverðlaun samgönguráðherra veitt í fyrsta sinn og hlaut fyrirtækið Icelandair Group þau. Verðlaunin fær fyrirtækið og fyrirrennarar þess á sviði flugmála fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa. Samgönguverðlaun verða veitt árlega einstaklingi, félagi eða fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr eða lagt fram verðmætan skerf til samgöngumála þjóðarinnar. Við leit að verðlaunahafa eru könnuð öll svið samgöngumála. Fyrrverandi samgönguráðherra skipaði starfshóp til að leggja fram tillögur um verðlaunahafa og var Ingimundur Sigurpálsson formaður hópsins. Auk hans sátu í hópnum Sigríður Finsen úr Grundarfirði, Kjartan Ólafsson og Kristján Már Unnarsson. Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi ráðuneytisins starfaði með hópnum.

 

Í rökstuðningi hópsins segir m.a.:

 

Rekstrarumhverfi, tækni og skilyrði öll í flugstarfsemi og ferðaþjónustu hafa á örfáum árum þýtt gjörbreytt félag í sterkri sókn á innanlandsmarkaði sem á alþjóðavísu. Sú sókn hefur skapað nærri þrjú þúsund störf í flug- og ferðaþjónustu hjá Icelandair Group. Þessi sókn hefur einnig kallað á innlenda sem erlenda samkeppni í þágu einstaklinga sem fyrirtækja.

 

Icelandair hefur verið í forystu í íslenskum flugmálum í áratugi. Félagið er samnefnari fyrir frumkvöðla og brautryðjendur í íslensku flugi, fagmenn á öllum sviðum flugs hvort sem þeir hafa starfað innan vébanda félagsins eða hjá öðrum íslenskum flugrekendum stórum sem smáum.

 

Starfshópur um samgönguverðlaun telur Icelandair Group vel að samgönguverðlaunum komið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is