Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 07:41

All Senses í samstarf við Vaxtarsamning

Ferðaþjónustuklasinn All Senses hélt ársfund þriðjudaginn 14. ágúst sl. Þar var sagt frá starfi hópsins, meðal annars kynningum og markaðsstarfi erlendis. Mikill hugur er sem fyrr í All Senses félögum enda fékk hópurinn Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands í vor fyrir árangursríkt samstarf. Við þetta tækifæri var skrifað undir samning milli Vaxtarsamnings Vesturlands og All Senses. Samningurinn felur í sér að All Senses fær fjárhagslegan stuðning til að verða leiðandi afl innan Vaxtarsamningsins á sviði ferðaþjónustunnar. Samingurinn er til þriggja ára og í honum felst meðal annars að örva samstarf ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, að efla nýsköpun og markaðssetningu í ferðaþjónustu á Vesturlandi, að auka þekkingarstig ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi og að fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum í ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Hansína B. Einarsdóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd All Senses. Hún segir í samtali við Skessuhorn að samninginn sé enn ein viðurkenningin á starfi hópsins og sönnun þess að hann sé á réttri leið. „Samningurinn felur einnig í sér að við munum opna All Senses fyrir fleiri aðilum og bjóða upp á nokkrar tegundir af aðild, til að koma á móts við ólíkar þarfir ferðaþjónustaðila og nýta betur fjármagnið sem úthlutað er til ferðaþjónustu,” segir Hansína.

 

Torfi Jóhannesson, verkefnisstjóri Vaxtarsamningsins segir samninginn gerðan í anda þeirrar hugmyndafræði sem einkennir nútímabyggðastefnu. „Mönnum er farið að skiljast að það er árangursríkara að styðja við sjálfsprottna vaxtarspota atvinnulífsins frekar en hið opinbera sé að ákveða fyrirfram hvað fólk eigi að gera, eða einbeiti sér að varnarbaráttu.”

Hansína bætir við að með þessu samstarfi sé verið að stofna ferðaþjónustuklasa sem yfirtekur þau verkefni sem All senses hefur unnið að, þótt hópurinn sem slíkur verið alls ekki lagður niður. „Meðal verkefna er frumsýning á kvikmynd um Vesturland 4. september sem sveitarfélög á svæðinu hafa styrkt. Einnig er verið að þróa tilraunaverkefni sem er hálft starf við Skandinavískaferðaskrifstofu. Starfsmaðurinn yrði íslenskur, þjálfaður á Vesturlandi og myndi hans aðal starf vera að selja ferðir hingað á Vesturland. Fjármunir sem notaðir hafa verið til að fara á sýningar erlendis verða settir í þetta verkefni. Ætlunin er að reyna þetta í rúmt ár og endurmeta stöðuna og gagnsemina að þeim tíma loknum,“ sagði Hansína.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is