Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 08:15

Borgarbyggð þarf að bæta ímynd og þjónustu

Niðurstöður úr viðamikilli könnun sem Borgarbyggð lét gera meðal íbúa sveitarfélagsins liggur nú fyrir. Margt jákvætt kemur þar fram eins og að atvinnumöguleikar eru mjög góðir og er það viðsnúningur miðað við sem var. En einnig er ýmislegt sem betur má fara og stjórnendur þurfa að spýta í lófana til að lagfæra. Það sem hæst stendur í óánægjuflokknum er að íbúar eru afar óánægðir með skipulagsmál sveitarfélagsins, félagsþjónustuna og álögð gjöld. Að auki er athyglisvert að ímynd þeirrar þjónustu er stendur til boða er ekki nógu góð en útkoman er mun jákvæðari hjá þeim sem nýta hina sömu þjónustu.

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þarna væri um mikilvægt tæki að ræða til að skoða hvar skóinn kreppir að og hvar megi bæta. „Tilgangurinn með könnuninni var fyrst og fremst sá að athuga hvar við stöndum og hvar þarf að taka betur á. Allir þeir málaflokkar sem koma ver út verða ræddir á byggðaráðsfundi nú í vikunni. Þar verður fyrsta skref tekið í að skoða hvaða leiðir við getum farið til að bæta hlutina.“

 

Nánar er rætt við Pál S Brynjarsson um niðurstöður þjónustukönnunarinnar í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is