Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 01:30

Flokkun heimilsúrgangs ekki ódýrari

Út er komin skýrsla um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði. Skýrslan byggir á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 43 sveitarfélaga á Suður- og Vesturlandi. Samþykkt var að ráðast í gerð hennar síðla árs 2004 og nær hún yfir svæði sem nær frá Gilsfjarðarbotni að Markarfljóti. Á svæðinu bjuggu liðlega 230 þúsund manns þegar ákveðið var að ráðast í gerð áætlunarinnar. Nú hefur VGK-verkfræðistofa unnið skýrslu sem sjá má í heild sinni á vef Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Í skýrslunni kemur fram að lægstur kostnaður virðist nást með því að nýta urðunarkvótann að fullu og ekki virðist muna miklu í kostnaði hvort flokkun heimilisúrgagns verður tekin upp eða ekki í þessu sambandi. Samkvæmt reiknilíkaninu er hagstæðast að velja blandaða lausn jarðgerðar, gasgerðar, orkuhleifs og brennslu þar sem gert er ráð fyrir urðun utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Nokkrir urðunarstaðir voru metnir og kom í ljós að lægstur kostnaður var við Ás í Hvalfjarðarsveit. Meðalkostnaður við meðferð er talinn verða um níu krónur á hvert kíló úrgangs. Hér er eingöngu um meðferðarkostnað að ræða og því er þetta ekki sambærilegur kostnaður og núverandi meðalkostnaður sorpsamlaganna. Árlegur rekstrarkostnaður við hagstæðustu lausir er metinn um 3,1-3,4 milljarðar kr. og stofnkostnaður á bilinu 8,7-12,8 milljarðar kr. Verði heimild til urðunar ekki nýtt eykst árlegur kostnaður um a.m.k. 10% miðað við ódýrustu lausnir.

 

Ef valin er lausn sem felst í því að sett yrði upp brennslustöð í Álfsnesi og urðunarstaðurinn þar nýttur áfram en eingöngu til urðunar ólífræns úrgangs virðist kostnaður sambærilegur hagstæðustu lausnum. Ýmis vandamál tengjast nýtingu urðunarkvótans svo sem hverjir eiga rétt á að nýta hann, hver á að ákveða hverjir fái að nýta hann, á að greiða fyrir slíka nýtingu o.s.frv. Urðunarstaðir þar sem engin urðun lífræns úrgangs fer fram eru einnig einfaldari þar sem tæknilegar kröfur eru minni en á hefðbundnum urðunarstöðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is