Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 02:16

Lengd viðvera fatlaðra grunnskólabarna

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt tillögu um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Samkvæmt henni munu börnin fá aðstöðu í Arnardal til frístunda frá því er skóla lýkur klukkan 14 og fram til klukkan 17 alla virka daga. Helga Gunnarsdóttir, sviðstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs lagði tillöguna fyrir bæjarráð. Hún segir að ákveðið hafi verið að hafa starfið undir hatti Arnardals til að þessi hópur fái tilbreytingu eins og aðrir. „Starfið hefst á mánudaginn og hefur Rut Rauterberg, kennari við Grundaskóla, verið ráðin til starfans. Hún er þroskaþjálfi og þúsundþjalasmiður, flautuleikari og smiður og allt þar á milli, og þess vegna eins og sniðin fyrir þetta verkefni. Hún mun vinna í samvinnu við Lúðvík Gunnarsson í Arnardal og bjóða upp á skemmtilegar tómstundar fyrir krakkana,“ segir Helga.

Helga segir að lengd viðvera fatlaðra grunnskólabarna hafi lengi verið bitbein á milli ríkisvalds og sveitarfélaga. Sveitarfélög bjóða öllum skólabörnum til og með fjórða bekk upp á lengda viðveru og það hefur verið skilningur þeirra að lengd viðvera fatlaðra barna eftir fjórða bekk eigi að vera á hendi svæðiskrifstofa fatlaðra. Í desember náðist samkomulag á milli félagsmálaráðherra og Sambands sveitarfélaga á Íslandi um skiptingu kostnaðar. Samkomulagið er tímabundið til tveggja ára.

Ríkisvaldið mun greiða 40% af launakostnaði við verkefnið og mun Akranesbær sækja um greiðslu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reiknað er með að hlutur ríkisins á önn verði um 700 þúsund krónur, en sækja þarf um á hverri önn. Helga segir að þrátt fyrir að skammur fyrirvari sé á verkefninu séu allir sammála um að láta þetta blessast. „Við unnum skýrslu um málið í samvinnu við foreldra sex barna í sérdeild Brekkubæjarskóla. Tillögur okkar um fyrirkomulagið byggja á þeirri vinnu. Foreldrar geta valið um hvort þeir vilja nýta sér þjónustuna til fulls, frá 14 til 17 alla virka daga, eða hluta hennar. Við erum mjög spennt fyrir því að takast á við þetta verkefni og ætlum að gera þetta eins skemmtilegt fyrir krakkana og kostur er,“ segir Helga að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is