Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2007 07:26

Tryggingastofnun niðurgreiðir til einkaaðila en ekki til SHA

Allar tölvusneiðmynda rannsóknir sem gerðar eru utan spítala í Reykjavík eru að stærstum hluta greiddar af Tryggingastofnun ríkisins. Sömu rannsóknir sem gerðar eru á SHA njóta hins vegar engrar fyrirgreiðslu frá TR. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA segir í samtali við Skessuhorn að þar á bæ telji menn eðlilegt að fjármunir fylgi sjúklingunum. Eftir að tölvusneiðmyndatæki hafi verið tekið í notkun hjá SHA hafi TR sparað sér greiðslur til einkastofa í Reykjavík. Stjórnendur SHA telji ekki nema eðlilegt að upphæð sem áður var greidd þangað fari nú til SHA. Tryggingarstofnun greiðir hins vegar eingöngu fé til einkaaðila, ekki opinberra stofnana með þeim rökum að þær eigi að fá sitt af fjárlögum.

Guðjón segir að erindi hafi verið sent til heilbrigðisráðuneytisins í von um að fá úrlausn þessara mála. „Tölvusneiðmyndatæki eru í dag nánast orðinn hluti af grunnbúnaði myndgreiningadeilda svipað og röntgentæki. Það má segja að nokkuð sé til í því hjá TR að þessir fjármunir ættu að vera hluti af rekstrarfé stofnunarinnar. Það hefur hins vegar ekki fengist í gegn en ég vona nú að það standi til bóta. Það er óþolandi að við þurfum að klípa þetta fé af þeim fjármunum sem við höfum fyrir á meðan ríkisvaldið sparar sér upphæðina hjá TR.“

 

Undanfarin þrjú ár hafa Vestlendingar sem fengið hafa tilvísun til einkarekinna myndgreiningastofa í Reykjavík verið á bilinu 450 - 500 á ársgrundvelli. Eins og greint var frá í Skessuhorni var tækið gjöf frá einkaaðilum, félagasamtökum og fyrirtækjum á Akranesi í upphafi febrúar á þessu ári. Nú hafa ríflega 400 rannsóknir verið gerðar hjá SHA sem er töluvert meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er því að töluverðir fjármunir sparast hjá Tryggingarstofnun þegar ekki þarf að greiða fé með þeim fjölda. Af þeim sjúklingum sem nýtt hafa tölvusneiðmyndatækið á SHA er helmingur frá Akranesi og nágrenni, 10% frá Reykjavíkursvæðinu og 40% frá Vesturlandi og öðrum landshlutum. Nýtingin jafngildir því að um þrjár sneiðmyndarannsóknir séu gerðar á myndgreiningadeild SHA hvern virkan dag í þágu skjólstæðinga sem ella hefðu þurft að leita til Reykjavíkur í þessu skyni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is