Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2007 08:20

Vegagerð gengur vel á Uxahryggjum

Nýr Uxahryggjavegur frá Sandkluftavatni til Kaldadalsvegar er nú farinn að taka á sig mynd en vinna hefur staðið yfir þar undanfarið. Uxahryggjavegur hefur verið í nokkurri uppbyggingu á undanförnum árum og hefur verið unnið að vegabótum á honum sunnanverðum um Sandkluftavatn. Þeirri framkvæmd er lokið og eru vegabæturnar sem unnið er að núna í beinu framhaldi af þeim. Sú breyting verður með nýja veginum, að sneytt verður alfarið framhjá Tröllhálsi og þannig komist hjá hættulegum hluta leiðarinnar en mesti hallinn á Tröllhálsi er um 20% og getur hann verið erfiður viðureignar í vondu færi.  Gamli vegurinn getur varla kallast annað en slóði á köflum, þar sem hann er hlykkjóttur og niðurgrafinn og lokast iðulega í fyrstu snjóum.

Uxahryggjavegur er sumarvegur þ.e.a.s. hann er ekki mokaður á vetrum og er opnunartími hans því algerlega háður veðurfari hverju sinni. Með opnun nýju leiðarinnar er vonast til þess að vegurinn opnist fyrr á vorin og haldist opinn lengur, auk þess sem umferðaröryggi batnar. Nýr vegur verður uppbyggður malarvegur um sléttara land, en hann hefur verið hannaður fyrir 90 km hraða, með malbikun í huga einhverntíman í framtíðinni. Vegakaflinn sem um ræðir er 9,7 km að lengd og á þeirri leið er 20m. steinsteypt brú yfir Sandvatnskvísl. Vegagerð gengur vel og eru einungis um 2 km. eftir af henni til þess að tengja nýja veginn við þann gamla, norðanmegin.

Sigurður Jóhannsson er eftirlitsmaður með þessu verki, en hann starfar hjá Vegagerðinni á Selfossi. Hann segir vegagerðina ganga vel, þetta sé gott vegstæði sem geri framkvæmdina þægilega og ekkert hafi komið á óvart við hana. Hann segir nýja veginn verða skemmtilegri og greiðfærari en að honum loknum taki við næsti flöskuháls. Að mati Sigurðar er það Uxahryggjavegur frá Kaldadalsvegi og niður í Lundarreykjadalinn. Hann segir að það líti út fyrir að vegurinn frá Sandkluftavatni að Kaldadalsvegi verði lokið á áætlun en samkvæmt útboði skal verki að fullu lokið fyrir 20. október næstkomandi.  Þetta mun verða breyting til batnaðar enda er umferð um þennan veg talsverð á sumrin eða um 150 bílar á sólahring.  Að sögn Magnúsar Vals Jóhannsonar svæðisstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi fást litlar fjárveitingar í fjallvegaverkefni á hverju ári. Þess vegna sé lítið gert í hvert skipti sem fjárveiting fæst. Þó séu einhverjar þreifingar í gangi með framkvæmdir Húsafellsmegin á Kaldadalnum.  Þar er verið að velta fyrir sér hugsanlegri nýrri veglínu en sá vegur fer gjarnan illa á vorin vegna vatnavaxta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is