Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 04:45

Þriðja strandgangan á Snæfellsnesi

Á laugardaginn var genginn þriðji áfanginn af sex í strandgöngu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og var það jafnframt síðasta skipulagða ganga sumarsins á vegum hans. Gengið var frá Skálasnaga að Beruvík og tók gangan rúmlega fimm klukkustundir. Sæmundur Kristjánsson landvörður og leiðsögumaður frá Rifi leiddi gesti um sögusvæði vitavörslu, bjargnytja, skipsstranda og búskapar ásamt því að fugla-, plöntu- og dýralífinu voru gerð góð skil. Rákust göngumenn m.a. tófu sem þeim erlendu þótti sérlega gaman að sjá. Einnig rakst hópurinn á rjúpnahreiður með eggjum en ólíklegt er að rjúpan sú komi ungum á legg svona seint.

Kíkt var í hverja gjótu eftir ferlaufungi sem vex á þessu svæði en hann fannst þó ekki í þetta skiptið enda er ferlaufungur ein af sjaldgæfustu plöntum landsins og friðlýst tegund. Í Beruvíkinni fannst planki úr Skeiðarárbrúnni sálugu sem rak vestur með suðurströnd landsins og allt á Rauðasand á örfáum dögum eftir hlaupið 1996.

 

Þátttaka í sumardagskrá þjóðgarðsins hefur verið mjög góð og þakka þjóðgarðsvörður og landverðir gestum fyrir þátttökuna og ánægjulega samveru í viðburðum sumarsins. Þess má geta að Gestastofa þjóðgarðsins á Hellnum verður opin alla daga frá 10-18 til og með 10. september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is