Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2007 09:31

Lengri námsleiðir en áður verða í boði í haust

Inga Dóra Halldórsdóttir tók formlega við starfi framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands 1. ágúst síðastliðinn af Ingu Sigurðardóttur á Akranesi. Inga Dóra hóf störf hjá SMV sumarið 2004 og þá sem ráðgjafi, en síðasta ár gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra í ársleyfi Ingu Sigurðardóttur. Hjá Símenntunarmiðstöðinni starfa auk Ingu Dóru þær Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Svava Svavarsdóttir, skrifstofustjóri.  Inga Dóra segir vinnu við námsvísi vera í fullum gangi og sé hann óðum að taka á sig mynd. Að venju verður í námsframboði miðstöðvarinnar af nógu að taka.

„Við leggjum nú aukna áherslu á lengri námsleiðir, en einnig bjóðum við upp á tungumálanámskeið, tölvunámskeið, tómstundanámskeið, starfstengd námskeið og síðan eru námskeið varðandi mataræði og ýmis sjálfsræktarnámskeið alltaf vinsæl,“ segir Inga Dóra.

 

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur nú þegar haft Landnemaskólann í þrjú skipti, grunnnám skólaliða í þrjú skipti, grunnnám fyrir byggingaliða í eitt skipti og námskeiðið Aftur í nám var sl. haust. Alls hafa 107 einstaklingar lokið þessum námsleiðum. „Þetta er í það minnsta góð byrjun og þörfin er svo sannarlega fyrir hendi,“ segir Inga Dóra, og bætir við: „Þessar tölur sýna að svo sé og auðvitað hvetur þetta okkur hjá Símenntun að gera enn betur og verða við óskum íbúa á Vesturlandi um fjölbreytt námstækifæri sem henta þeim. Við munum einnig bæta við tveimur námsleiðum til viðbótar við þær sem eru taldar hér að ofan. Annars vegar verður boðið upp á Grunnmenntaskóla á Snæfellsnesi sem er 300 kennslustunda nám og er stærsta námsleiðin sem við bjóðum upp á nú á haustönn. Einnig bjóðum við upp á námsleið sem nefnist Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun og er markmiðið að styrkja lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Við leggjum mikla áherslu á að ná til fólks með lesblindu eða einhvers konar lestrar- og riterfiðleika. Lesblinda er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir og það eru til ýmsar leiðir til að leiðbeina fólki til sjálfshjálpar.“ Inga Dóra segist vilja bæta við að Símenntunarmiðstöðin sé í samstarfi við Háskólann á Bifröst og bjóði upp á námskeið sem nefnist Upplýsingatækni og bókhald. Það er 60 kennslustundanám og kennt í gegnum svokallaðan námsskjá. Þetta námskeið var í boði á síðustu vorönn og gaf það góða raun.

 

Líkt og áður verður boðið upp á íslensku fyrir útlendinga sem hafa verið duglegir að sækja þau námskeið. Á síðustu önn voru námskeiðin niðurgreidd að stórum hluta af ríkinu og það sama á við nú. Að meðaltali hafa 100 manns sótt þessi námskeið á Vesturlandi, síðustu sex ár. Útlendingum hefur fjölgað ört á Vesturlandi og þar af leiðandi hefur þörfin aukist verulega á fræðslu um málefni innflytjenda og þá sérstaklega fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Því ákváðu stjórnendur Símenntunarstöðvarinnar að fara í samstarf við Alþjóðahúsið og bjóða upp á þrenns konar námskeið er varða málefni innflytjenda. „Ég hvet Vestlendinga til að afla sér upplýsinga um það sem Símenntunarmiðstöðin býður upp á í haust og skrá sig til þátttöku sem fyrst. Námsvísirinn fer í dreifingu þriðjudaginn 4. september, en við setjum námskeiðin einnig á vefinn: www.simenntun.is,“ sagði Inga Dóra að lokum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is