Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2007 03:19

Óvissuferð Sparisjóðs Mýrasýslu

Á fimmtudaginn fóru um 50 ungmenni á aldrinum 14 til 16 ára frá Borgarnesi og Akranesi í óvissuferð í boði Sparisjóðs Mýrasýslu. Öllum á þessum aldri sem lagt höfðu sumarlaunin sín inn í Sparisjóðinn var boðið með. Áður en lagt var af stað var boðið upp á ýmsar kræsingar í Sparisjóðnum til að fylla tóma maga fyrir ferðina. Á matseðlinum voru samlokur, kex, dularfullar baunir, furðulegir fiskibitar og “ánamaðkar” ásamt bústi og dularfullum drykkjum. Allir fengu sér eitthvað í gogginn og svo var haldið af stað.

Leiðin lá upp Borgarfjörð og við hver vegamót giskuðu farþegar rútunnar á það hvert leið þeirra myndi liggja. Fyrsti áfangarstaður var Húsafell þar sem glaðlyndur leiðsögumaður tók á móti rútunni og keyrði á undan henni að hellinum Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Þar mætti þó leiðsögumanninum sjón sem hann hafði ekki búist við. Svo virtist sem tvíbókað hefði verið í hellinn því hann var fullur af kanadískum túristum sem dásömuðu íslenska náttúru. Það var því ákveðið að halda af stað í berjafulla laut í nágrenninu og gæða sér á samlokum og mettandi kókómjólk.

 

Hoppað í hylinn

Til að stytta fólki stundir í rútunni hóf starfsmaður bankans að þylja ævintýrasögur frá sínum yngri árum. Hlé var þó gert þegar rútan var komin að Selgili í nágrenni Húsafells. Þar leiddi hinn eiturhressi leiðsögumaður unglingana upp skógivaxinn stíg sem lá inn gilið. Þegar komið var að brún hárrar malarhlíðar skipti hann hópnum í lið sem síðar kepptu í æsispennandi og gríðarhröðu boðhlaupi niður bratta brekkuna. Eftir keppnina hélt hópurinn áfram för sinni inn gilið. Brátt var komið að ægifögrum fossi og unglingunum sagt að frá syllu við þennan foss mætti hugað fólk hoppa fram af og ofan í jökulkaldan hyl fyrir neðan. Skríkjandi af gleði og spenningi hoppuðu unglingarnir hver af öðrum ofan í kalt vatnið og voru allir hvattir til að hoppa. Það voru þó nokkrir sem tóku þá skynsömu ákvörðun, að láta sér nægja að baða sig í sólskini í stað vatns og tína upp í sig eitt og eitt ber.

 

Eftir þetta var haldið niður í Húsafell og farið í heitt og gott sund til að hlýja sér,  en sumir fóru á gríðarstóra loftdýnu í nágrenninu og hoppuðu og skoppuðu. Að því loknu kom vel þegin hamborgaraveisla. Allt tekur þó enda og eftir veisluna var haldið heim á leið. Sögustund hófst þá að nýju hjá starfsmanninum sem lét móðan mása þar til komið var heim .Unglingarnir voru svo kvaddir með súkkulaði og safa og voru allir glaðir. Þetta voru frábærir krakkar, kurteisir og skemmtilegir og sjálfum sér og Sparisjóðnum sínum til sóma. Frekari myndir af ferðinni er hægt að skoða á www.spm.is

 

Ferðasaga skráð af: Geir Konráð

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is