Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2007 08:22

Lítil sláturhús heima á bæjum í framtíðinni

Bændasamtök Íslands hafa gerst aðilar að samnorrænu verkefni þar sem verið er að skoða einföldun á leiðum til að setja upp lítil sláturhús heima á bóndabæjum og skerpa á reglugerðum til að framkvæma það. Bændasamtökin setja í verkefnið ríflega 700 þúsund krónur ásamt vinnuframlagi og því á að vera lokið árið 2009. Þessi vinna er gerð í tengslum við verkefnið „Sóknarfæri til sveita“ sem Bændasamtökin hafa staðið fyrir undanfarin ár. Starfsmaður þess verkefnis er Árni Jósteinsson.

Upphafið að þessari vinnu má rekja til sumarsins 2006 þegar haldinn var vinnufundur í Svíþjóð þar sem saman komu fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til að ræða málefni heimaslátrunar og hvernig auðvelda mætti rekstur lítilla sláturhúsa heima á bóndabæjum. Könnun var gerð í Skandinavíu og í Evrópu sem leiddi í ljós að svo sýndist sem Evrópulöggjöfin væri túlkuð með nokkrum öðrum hætti í Skandinavíu en annarsstaðar í Evrópu. Meðal annars virðist sem eftirlit dýralækna á örsláturhúsum í Evrópu væri með öðrum hætti en venja er til í Skandinavíu. Þar er betri nýting á þekkingu og kunnáttu bænda og dýralækna. Skýrsla var gefin út um málið og í kjölfar hennar ákveðið að hrinda af stað nýju verkefni sem allar Norðurlandaþjóðirnar kæmu að. Þar er um að ræða verkefni sem beinist annars vegar að því að draga úr kostnaði heimasláturhúsa vegna dýralæknaþjónustu og hins vegar að draga úr kostnaði vegna förgunar á sláturúrgangi, en báðir þessi þættir eru litlum sláturhúsum þungur baggi. Nokkuð hefur verið horft til þess möguleika að sláturúrgangur þessara húsa fái að fara til moltugerðar undir sérstöku eftirliti.

Árni Jósteinsson sagði í samtali við Skessuhorn að þátttaka Bændasamtakana í þessu verkefni væri spennandi þar sem hérlendis væru margir áhugasamir um rekstur heimasláturhúsa og heimavinnslu. „Það er ljóst að að langar vegalengdir valda miklum tilkostnaði hérlendis eins og í nágrannalöndunum og því mikilvægt að nýta þá möguleika sem Evrópulöggjöfin gefur gegnum túlkun og innra eftirlit, þ.e. að túlkun laga og reglna sé ekki með óþarflega íþyngjandi hætti.“

 

Þátttakan í verkefninu væri enn fremur kjörið tækifæri, að mati Árna, til að horfa á regluverkið almennt með nýju hugafari. Meðal annars með hliðsjón af verkefninu „Beint frá býli“ og breyttum áherslum í landbúnaði og víðar. „Sem dæmi um þörf á breytingum má nefna löggjöfina um yfirkjötmat sem er allra góðra gjalda verð í sjálfu sér. Hún á bara ekki við um rekstur heimasláturhúsa þar sem menn framleiða og selja beint frá búum sínum,“ sagði Árni Jósteinsson.

Gera má því skóna að ef fyrir því verður liðkað að heimaslátrun verði möguleg að uppfylltum öllum reglum, verði vestlenskir bændur manna fyrstir til að ryðja brautina. Ekki hvað síst vegna þess hversu langt þarf nú að aka dilkum af Vesturlandi til slátrunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is