Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2007 09:26

Lesblindir fá aukna möguleika til náms

Að vera með lesblindu er nokkuð sem erfitt er að ímynda sér hvernig er fyrir þann sem ekki hefur reynt slíkt á eigin skinni. Hér á árum áður voru þessi einstaklingar oft uppnefndir með hinu leiða orði „tossi.“ Í nútímanum hefur skilingur manna sem betur fer aukist á því að fátt sé við þessu að gera nema þjálfa upp sérstaka tækni við lestur eða það sem nýjast er að fá sér talgervil eða lesþjón til hjálpar. Lesþjónninn er tölvuforrit sem les upphátt fyrir þann sem á í erfiðleikum með hefbundinn lestur. Lestur með hjálp tölvu er einnig lestur. Nú er verið að hrinda af stað verkefninu „virkjum kraft lesblindra, nýtum tæknina í okkar þágu,“ sem er samstarfsverkefni Tölvumiðstöðvar fatlaðra, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Landsmenntar fræðslusjóðs SA og SGS á landsbyggðinni.

Kristín Njálsdóttir forstöðumaður Landsmenntar, sagði í samtali við Skessuhorn að vegna þessa samstarfs gætu nú félagar í verkalýðsfélögum úti um allt land sótt um styrk til að kaupa sér þetta forrit. Og Kristín bætir við: „Lesþjónninn les af tölvuskjá upphátt á íslensku, líka það sem er skrifað með lyklaborðinu. Hann er eins og þjónn sem les fyrir húsráðanda sinn og kemur sér einmitt vel fyrir þau sem stríða við mikla lesörðugleika eins og lesblindu. Texti sem ekki er tölvutækur er skannaður inn í tölvuna og síðan er forritið með lesþjóninum sett í gang og les það textann. Einnig er hægt að láta lesþjóninn lesa á ýmsum öðrum tungumálum. Styrkt er til kaupa á forritinu af fræðslusjóðum stéttarfélaga eins og áður sagði en á Vesturlandi eiga félögin t.d. aðild að Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt, Sjómennt svo eitthvað sé nefnt. Styrkurinn getur numið allt að 75% af kostnaðinum. Það er ekki nokkur spurning að þarna gæti verið um byltingu að ræða fyrir marga þá sem þjáðst hafa vegna lestrarörðugleika og ef til vill hætt í námi vegna þess,“ sagði Kristín Njálsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is