Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2007 11:49

Láglendisvegur svipaður Holtavörðuheiði að lengd

Ef Hrútafjörður yrði brúaður á móts við Reykjaskóla, en ekki í fjarðarbotninum líkt og fyrirhugað er, og veglína um Laxárdalsheiði yrði stytt, myndi leiðin frá Norðurlandi til Suðvesturlands aðeins verða sjö til níu kílómetrum lengri en leiðin um Holtavörðuheiði. Kostir þessarar leiðar eru að hún er mun lægri en Holtavörðuheiði og myndi að auki nýtast mun fleirum, en 8.000 íbúar í Dölum og Vestfjörðum gætu nýtt sér þessa leið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Línuhönnun hf. hefur unnið fyrir Leið ehf. Þar eru skoðaðir tveir kostir á styttingu Laxárdalsheiðar; annars vegar veglína sem lægi í um 200 metra hæð og stytti leiðina um 2,7 km og hins veglína sem lægi í allt að 300 metra hæð en stytti leiðina um 4,2 km.

Það er mat forsvarsmanna Leiðar að margt bendi til að leiðin um Vestfjarðaveg, Laxárdalsheiði og yfir Hrútafjörð gæti verið heppilegasta leiðin fyrir slíkan veg til að tengja Suðvestur- og Norðurlands en ekki leiðin um Holtavörðuheiði sem nú er aðalleiðin þarna á milli.

Í fréttum fyrirtækisins kemur fram að sjálfsagt mætti ná fram enn frekari styttingum með lagfæringu í línu vegarins sem nú liggur um Laxárdalsheiði og með gerð jarðganga undir Bröttubrekku seinna meir.

 

Þá telja þeir að full þörf sé á gagngerri endurnýjun vegarins milli Búðardals og Bröttubrekku, auk þess sem vegurinn um Laxárdalsheiði sé að mestum hluta gamall malarvegur. Leggja þeir til að farið verði í ítarlegar athuganir á kostum þessarar leiðar áður en ráðist verður í kostnaðarsamar framkvæmdir í Hrútafjarðarbotni sem gera þennan kost óraunhæfan, a.m.k. næsta árin.

 

Einkahlutafélagið Leið ehf. var stofnað í Bolungarvík árið 2001. Félaginu er ætlað að beita sér fyrir framþróun í samgöngum á landi með því m.a. að annast fjármögnun og eftir atvikum gerð og rekstur vega og annarra samgöngumannvirkja með einkafjármögnun. Stjórnarformaður þess er Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is