Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2007 07:38

Vel heppnað og fjölmennt Glitnismót Dreyra

Heimamaðurinn Jakob Sigurðsson á Fróða
Glitnismóti hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi lauk á sunnudagskvöld og hafði þá staðið í þrjá daga. Mótið þótti takast með ágætum og skráningar voru hvorki fleiri né færri en 313 talsins, en það er helmingi fleiri skráningar en á mótinu í fyrra. Dóra Líndal Hjartardóttir, formaður Dreyra sagði í samtali við Skessuhorn að mótið hefði heppnast frábærlega vel. „Veðurguðirnir snérust í lið með okkur og gáfu okkur indælisveður. Hér voru glæsihestar og toppknapar þannig að þetta var eins það best getur orðið. Þetta er með stærstu mótum sem við höfum haldið og dagskráin var mjög stíf, t.d. 14 tíma törn á laugardaginn.“

Dóra segir að bæði félagar í Dreyra og utanfélagsmenn hafi lagt hönd á plóg. „Mesta vinnan lendir á herðum nokkurra eins og eðlilegt er, en allir lögðust á eitt við að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni. Sérstaka ánægju vakti hjá keppendum að hægt var að fá hesthúsapláss, en félagsmenn lánuðu hesthúsin sín og það voru yfir 100 hestar á húsi á meðan á mótinu stóð.“

Dóra segir að fyrir næsta ár þurfi að drífa í því að koma keppnisvellinum í löglegt form. Eins og hann er í dag er hann ólöglegur því skeiðbrautin liggur þannig að völlurinn myndar Q. Lögformlegur keppnisvöllur þarf að mynda Þ, þar sem skeiðbrautin liggur beint á eina hlið hringsins. Dóra segir að best væri að hefjast handa í haust. „Þá þurfum við að fá einhverja til að standa við bakið á okkur. Annars eigum við mjög góða að. Akraneskaupstaður hefur t.d. veitt fé í framkvæmdir og hreinsað til hjá okkur í tvígang og Hvalfjarðarsveit hreinsaði á Barðanesinu fyrir mótið. Við vonumst því eftir jákvæðum viðbrögðum við því að laga brautina okkar,“ segir Dóra.

 

Fleiri myndir og helstu úrslit mótsins verða í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is