Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2007 10:17

Borgarbyggð eykur stofnféð í SPM

Á síðasta fundi byggðaráðs Borgarbyggðar var ákveðið að auka stofnfé sveitarfélagsins í Sparisjóði Mýrasýslu um 500 milljónir króna. Í samtali við Skessuhorn sagði Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri að þetta mál hefði verið í deiglunni í nokkurn tíma en nú hefði semsagt verið ákveðið að láta til skarar skríða og auka stofnféð. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni kveða lög á um að eigendur sparisjóða geti eingöngu greitt sér arð sem nemur 70% af stofnfé. Nú er stofnfé Borgarbyggðar í SPM einungis ríflega fjórar milljónir króna og því hámarkast mögulegar arðgreiðslur sveitarfélagsins, eina eiganda sjóðsins, við 70% af þeirri fjárhæð, óháð afkomu sparisjóðsins. Á síðasta ári var hagnaður SPM tæplega hálfur annar milljarður króna og því telja margir íbúar að auka þurfi svigrúm eigandans til að geta nýtt sér hlutdeild í afkomunni með beinum hætti. Ekki síst vegna þess að fjárglöggir menn telja að afkoman verði enn betri á þessu ári.

„Mér hefur verið falið að ganga til samninga við sparisjóðsmenn um málið sem og að ræða við fjármálaeftirlitið vegna þess. Nú þegar hef ég átt einn fund með stjórnendum SPM og það verður að teljast líklegt að fjármögnun á viðbótarstofnfénu fáist þar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is