Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 08:12

Félagsstarf aldraðra og öryrkja á Akranesi

Í fyrsta skipti í ár hefur félagsstarf aldraðra og öryrkja á Akranesi verið starfrækt yfir sumartímann. Mikil aðsókn hefur verið að félagsstarfinu í sumar og hafa 15- 25 þátttakendur verið að mæta í hvert skipti. Félagsstarfið hefur verið þrisvar sinnum í viku, tvisvar sinnum í viku hefur verið hið hefðbundna félagsstarf sem felur m.a. í sér gler- og leirvinnu, saumaskap og ýmis konar annað föndur. Einu sinni í viku var síðan bryddað upp á ýmsum nýjungum. Í júní var farið á kaffihúsið Skrúðgarðinn, farið var í ferð til Reykjavíkur og skoðuð gallerí á Skólavörðustígnum og endað á kaffihúsi. Nítján þátttakendur fóru með nesti og nýja skó í skógræktina í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit og síðustu vikuna í júní bauð einn þátttakandi heim og átti hópurinn þar góða samveru í blíðskaparveðri.

Í júlí mættu 20 þátttakendur á Safnasvæðið að Görðum og söfnin þar skoðuð. Þátttakendur hittust tvívegis í heimboði í júlí og í eitt skipti var spilað bingó. Að sögn Júlíu Baldursdóttur, sem séð hefur um félagsstarfið um árabil, var mikil ánægja meðal þátttakenda með sumarstarfið. Mikill áhugi er fyrir því að í framtíðinni verði sumaropnunin fastur liður í félagsstarfinu.  Félagsstarfið verður í sumarfríi í ágúst, en hefst aftur að fullum krafti í byrjun september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is