Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 02:14

Fornleifafundur á Svarfhóli í Laxárdal

Harald Ó. Haraldsson bóndi á Svarfhóli í Laxárdal í Dölum fann á dögunum heillegan spjótsodd er hann var við vatnsframkvæmdir á svæði sem kallað er Tvíbytna á jörð sinni. Harald sagði í samtali við Skessuhorn að oddurinn hefði legið á tveggja metra dýpi en hann hefði verið að grafa fyrir vatni er oddurinn kom í ljós. Hann er um 38 sentimetra langur og um þrír í þvermál. Inni í falnum eru einhverjar leifar af viði, líklega úr skaftinu. Spjótsoddurinn hefur varðveist ótrúlega vel og lítur vel út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Harald finnur ummerki um forna byggð á jörð sinni.

„Þegar var verið að ýta fyrir grunninum undir íbúðarhúsið birtust þar gömul mannabein. Er farið var að skoða málið kom í ljós að um gamlan kirkjugarð var að ræða, svo kannski má segja að forfeðurnir séu undir húsinu. Ég hef þó ekkert orðið var við þá svo sátt er líklega um bæjarstæðið,“ sagði Harald. Svarfhóll var í eyði þegar Harald keypti jörðina og hann segist ekki vita mikið um byggð þarna fyrr á öldum. „Mér skilst að kirkja hafi verið hér um 1450 eða 1500 og mér vísari menn segja að eitthvað sé minnst á bæinn og ábúendur hans í Sturlungu en fátt meira veit ég um það,“ sagði Harald.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is