Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2007 08:45

Góður vöxtur á trjágróðri í sumar

Góður vöxtur hefur verið á trjágróðri í sumar um allt land og er Vesturland engin undantekning á því. Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, sagði í samtali við Skessuhorn að trjágróður í landshlutanum hefði braggast vel. „Við eigum eftir að fara okkar árlegu haustúttekt okkar þannig að við höfum ekki fullkomna heildarmynd ennþá, en þetta lofar mjög góðu. Hæðarvöxtur hefur orðið mjög mikill heilt yfir, þrátt fyrir að í einstaka tilfellum hafi hann ekki orðið eins mikill og ella vegna þurrka. Það á sérstaklega við þar sem jarðvegur er gljúpur og þurrsækinn.“  Sigvaldi segir að sérstaklega hafi orðið mikill vöxtur í alaskaösp og birki. Hann hafi mælt einn asparsprota sem sýndi 120 cm. hæðarvöxt í sumar og í öðru tilfelli 70 cm. sprota í lerki.

Ástæðulaus ótti

Miklir þurrkar í sumar ollu því að margir voru uggandi með vöxt trjágróðurs. Sigvaldi segir að þurrkarnir hafi ekki valdið eins miklum skaða og óttast var. „Við vorum í sambandi við skógarbændur um að gróðursetja ekki þar sem jarðvegur væri mjög þurr. Það eru hins vegar eingöngu sumar jarðvegstegundir sem þorna mikið, aðrar ná upp grunnvatni með hárpípuleiðni þrátt fyrir mikla þurrka. Þar hefur raki verið nægur og jarðvegur ekki þornað til skaða, a.m.k. ekki fyrir plöntur sem komnar voru á legg.“

Mismunandi er hvort vöxtur plantna stafar af veðurfari líðandi sumars, sumrinu árið áður eða samblandi af þessu tvennu. Hvað varðar vöxt aspar og birkis er það nær eingöngu árferði líðandi sumars sem skiptir máli. Áhrif veðurfarsins í sumar á stafafuru og siktagreni koma hins vegar ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári. Sigvaldi segir að hann hafi mikla trú á því að þær trjátegundir eigi eftir að vaxa mikið á næsta ári.

 

Rýrlendisplöntun

Í rýrlendi er aðallega plantað birki, lerki og stafafuru. Sigvaldi segir að jafnvel á slíkum svæðum sé útlitið ágætt. „Ég þekki til þar sem plantað var skjólbelti úr lauftrjám og runnum. Það lá að hluta til yfir malarhrygg og í verstu þurrkunum í sumar leit út fyrir að allt á hryggnum hefði drepist. Nú, þegar rignt hefur nægilega mikið, kemur í ljós að þetta var alls ekki dautt. Allt er gjörbreytt og hefur lifnað við.“ Sigvaldi ítrekar að eftir eigi að gera fulla úttekt á sumrinu. Vel geti verið að einhverjar nýgróðursettar plöntur hafi drepist vegna þurrka. Heilt yfir sé ástandið hins vegar mjög gott.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is