Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 04:44

Kvikmyndagerð í Flatey

Leikstjórinn í hlutverki Jesú á altaristöflu föður hans
Undanfarið hefur dvalið í Flatey hópur kvikmyndagerðarmanna að störfum. Þeir hafa vakið nokkra athygli, enda fer það ekki framhjá neinum í því litla samfélagi sem er í eyjunni þegar hópur fólks valsar um með tæki og tól til kvikmyndagerðar. Hópurinn hefur verið nokkuð í fréttum í sumar og það vakti nokkra athygli þegar komið var upp GSM sendi svo farsímasamband næðist í Flatey, mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta fór misjafnlega fyrir brjóstið á fólki og kvörtuðu sumir yfir því að friðurinn sem eyjan er hvað frægust fyrir væri úti.

Það er Baltasar Kormákur sem leikstýrir kvikmyndinni sem ber heitið Brúðguminn. Hann og Ólafur Egill Egilsson skrifuðu handritið sem byggir á leikritinu Ivanov eftir rússneska skáldið Anton Tsjekov. Ólafur leikur einnig eitt af aðalhlutverkunum, en meðal leikara eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.  Kvikmyndin á sér nokkuð sérstaka forsögu því til hennar er stofnað sm hluti af stærra verkefni. Sami hópur mun setja verkið upp á fjölum Þjóðleikhússins í vetur. Það verður því hægt að sjá kvikmynd um sama efni, leikstýrt af sama leikstjóra með sömu leikurum á sama tíma og leikverkið verður á fjölunum og verður það eflaust fróðlegur samanburður. Þeir sem til Flateyjar hafa komið vita að ekki er pláss fyrir óendanlegan fjölda manns við vinnu sína. Framleiðendur myndarinnar sníða sér því stakk eftir vexti og er um 20 manna tökulið í eyjunni, sem þykir ekki mikið í nútíma kvikmyndum.

 

Þrátt fyrir að myndin byggi á leikriti Tsjekovs breyta handritshöfundarnir töluvert út af upprunalegu sögunni. Um gamanmynd er að ræða og segir hún frá Jóni sem fer í fásinnið í eyjunni og endurnýjar sjálfan sig í gegnum íslenska sumarið og náttúruna. Einhverjar tökur myndarinnar fara fram í Breiðafjarðarferjunni Baldri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is