Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2007 01:40

Minni heyfengur en í fyrra

Heyfengur á Vesturlandi er minni en í fyrra og er greinilegt að þurrkarnir í sumar hafa haft sitt að segja. Skessuhorn náði sambandi við Eirík Blöndal, framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, þar sem hann var að gera við hrútagirðingu. Hann sagði að heyskapur hefði gengið vel og almennt séð væri það hey sem náðst hefði mjög gott, en heilt yfir væri það í minna lagi á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Þetta er greinilega langvarandi þurrkum að kenna. Það rigndi svo seint að almennt séð kom ekki mikil há. Þó fengu þeir sem slógu fyrst ágætis há.“

Eiríkur segir að þrátt fyrir minni heyfeng almennt séð þá sé ástandið misjafnt eftir bæjum. Sumir hafi jafnvel fengið meira en í fyrra. „Þeir sem eru með heldur votlendari tún og báru snemma á fengu sumir meiri hey en í fyrra. En einhverjir þurfa að gera ráðstafnir með að útvega sér viðbótarhey.“ Eiríkur segir að ekki sé hægt að kalla þetta áfall eða segja að það stefni í óefni. „Það er nú einu sinni tilvera bænda að laga sig að aðstæðum hverju sinni og þeir munu gera það nú sem áður.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is