Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2007 03:46

Ræktað veitt og eytt - Rætt við Óla Dúfu

Ólafur Þór Jónsson býr á Hríshóli í Hvalfjarðarsveit ásamt konu sinni Ester Talledo. Húsinu fylgir nokkur landskiki, eða ríflega þrjú þúsund fermetrar. Garðurinn á Hríshóli var valinn sá fegursti í Hvalfjarðarsveit fyrir skömmu. Fyrir tíu árum þegar Ólafur Þór kaupir Hríshól var enginn garður þar, allavega ekkert í líkingu við þann sem nú gefur að líta. Þar eru trjágöng, tjörn og grashringur sem minnir á hringleikahús enda segir Ólafur að hugmyndin sé sótt þangað. Einnig má sjá viltar endur á vappi og dúfur á þaki sem eiga sér athvarf og skjól í garðinum og umhverfi hans. En fleira ber fyrir augu blaðamanns þegar gengið er um þessa paradís. Í bakgarðinum er refur í búri sem þar hefur búið síðustu tíu árin. Ólafur segir hann vera tilraunaverkefni á þann veg að rebbinn sé að stúdera hann, ekki öfugt. Einnig er í garðinum hjallur þar sem hákarl hangir til verkunar, kartöflur vaxa þar með miklum ágætum og svartar hænur sem verpa brúnum eggjum, spóka sig um, innan nets að vísu.

Ýmiss listaverk prýða bæði hlaðið og garðinn. Þau eru öll eftir föður Ólafs, Jón Pétursson, sem er hagur í höndum. Mest ber á fuglum af ýmsum gerðum, enda kannski ekki nema von þar sem þeir feðgar deila því áhugamáli. Þeir höfðu báðir áhuga á því að veiða fugla en það hefur breyst hjá báðum. En Ólafur segist vera tvískiptur í áhuga sínum á fuglum. Áður fyrr hafi hann bæði stundað skotveiði og söfnun á fuglum en nú sé hann alveg hættur að skjóta fugla. En áhugi hans á fuglum varð einmitt til þess að hann fékk það viðurnefni sem flestir Skagamenn þekkja hann undir, Óli dúfa.

 

Rætt er við Ólaf Jónsson í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is