Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 10:49

Sprengjueyðingaræfing án samráðs við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar

Sprengjuleitarmaður í vinnufötunum
Eins og greint var frá hér á vefnum sl. þriðjudag hófst sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge 2007 í gærmorgun.  Hluti æfingarinnar mun fara fram í Hvalfirði, en án samráðs við sveitarstjórn. Slíkt vekur furðu Einars Arnar Thorlaciusar sveitarstjóra sem segist gera ráð fyrir því að gera athugasemd við þetta háttarlag stjórnvalda.  Það er Landhelgisgæslan sem skipuleggur æfinguna með styrk frá Atlantshafsbandalaginu og eru sprengjusérfræðingar víða að úr heiminum mættir til að læra það nýjasta á þessu sviði.  Æfingin fer að mestu fram innan og við nýja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli en einnig í Hvalfirði. 

Áhersla er lögð á hryðjuverkasprengjur en á æfingunni eru sprengjusérfræðingar sem hafa starfað í Írak, Afganistan og fleiri stríðshrjáðum löndum.  Æfingin mun standa yfir til 7. september, en aðaláhersla verður lögð á fræðslu og mat á hæfni þátttakenda en æfingar fara fram í næstu viku.  Næstkomandi miðvikudag, þann 5. september, verður æft í Hvalfirði, en þá munu varðskip og þyrla taka þátt í æfingunni ásamt öðrum þátttakendum.

 

Fregnir af hinni fyrirhuguðu æfingu vekja furðu sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar sem segir stjórnvöld ekkert samráð hafa haft við sveitarfélagið um fyrirhugaða æfingu. “Tvennt vekur athygli í þessari frétt.  Annars vegar hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að varnarsvæðið í Hvalfirði skuli tekið í borgaraleg not frá og með 10. nóvember 2006, sbr. auglýsingu nr. 944/2006.  Í öðru lagi hefur ekkert samráð verið haft við íbúa eða sveitarstjórn um þessa heræfingu, sem einungis frétta af henni úr fjölmiðlum.  Stjórnvöld hafa ekki einu sinni haft fyrir því að tilkynna um þessa fyrirhuguðu æfingu á skrifstofu sveitarstjórnar. Ég geri ráð fyrir því að Hvalfjarðarsveit muni gera athugasemdir við þetta háttalag stjórnvalda,” sagði Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is