Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 11:57

Langdrægt GSM gjörbreytir símasambandi á hálendi og sjó

“Talsamband um GSM síma mun nást langt á haf út umhverfis landið og víðast hvar á hálendinu með tilkomu nýs langdrægs GSM farsímakerfis Vodafone. Alls verða settir upp um 40 langdrægir GSM sendar á næstu mánuðum og er undirbúningur verkefnisins á lokastigi,” segir í tilkynningu frá Vodafone. Búið er að velja staðsetningar fyrir flesta sendana um allt land og ráðgert er að uppbyggingu kerfisins ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs. „Langdræga kerfið er hrein viðbót við núverandi GSM kerfi og raunar bylting í öryggismálum fyrir marga sjófarendur og ferðalanga á hálendinu.  Fólk getur einfaldlega notað GSM símann sinn miklu víðar en hingað til og þarf ekki að skipta um símtæki þegar farið er út á sjó eða upp á hálendi,” segir Árni Pétur Jónsson forstjóri Vodafone.  Enginn aukakostnaður fellur á símnotandann við notkun á hinu nýja langdræga kerfi, því sama gjaldskrá mun gilda fyrir símtöl í langdræga GSM kerfinu og því hefðbundna.

Að sögn Árna Péturs hafa tilraunir með þennan langdræga búnað gengið vel á sjó og landi. GSM samband hefur náðst allt að 100 kílómetra á haf út og nýtist því vel minni fiskibátum, skemmtibátum og kajakræðurum svo dæmi séu nefnd. Langdrægt farsímakerfi Vodafone gjörbyltir einnig fjarskiptum á hálendi Íslands því það mun nást á helstu fjallvegum landsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is