Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2007 05:04

Meirihluti stjórnar OR vill breyta fyrirtækinu í hlutafélag

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tók í dag fyrir á fundi sínum tillögu um að beina því til eigenda fyrirtækisins, þ.e. Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar að breyta rekstrarformi fyrirtækisins úr sameignarfélagi í hlutafélag. Skýrt er þó kveðið á um það, í bókun meirihlutans í stjórn félagsins, að engin áform eru uppi um að einkavæða OR. Bæði Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn OR og Björn Bjarki Þorsteinsson, áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar í stjórn rita nafn sitt undir bókunina. Jafnframt var ákveðið að málið yrði aftur tekið upp á fundi í stjórn OR á mánudaginn kemur. Í tilkynningu kemur fram að afgreiðslu tillögunnar var frestað, en samþykkt að senda hana fjölmiðlum þar sem fjarstaddir aðalmenn í stjórn, sem þó höfðu boðað varamenn sína, hefðu kosið að gera hana tortryggilega, að því er segir í fréttatilkynningu frá OR.

Í bókun meirihluta stjórnarinnar segir að verði tillagan samþykkt felist í því sóknarfæri fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, hér á landi sem erlendis, en engin áform eigenda um sölu á eignarhlutum sínum. „Engar tillögur liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins og verða ekki fluttar af núverandi stjórn. Núverandi sameignarfélagsform leggur óþarflega miklar ábyrgðir á eigendur fyrirtækisins um leið og skýr merki eru um, að það sé farið að verða Orkuveitunni fjötur um fót í rekstri sínum, sérstaklega þeim hluta hans sem er á samkeppnismarkaði. Sem fulltrúar allra eigenda Orkuveitunnar munu undirritaðir stjórnarmenn beita sér fyrir málefnalegri umræðu á vettvangi sveitarstjórnanna og öðrum opinberum vettvangi um rekstrarform fyrirtækisins.“

 

Undir bókunina rita stjórnarmennirnir Haukur Leósson formaður, Björn Ingi Hrafnsson varaformaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gunnar Sigurðsson á Akranesi og Björn Bjarki Þorsteinsson, áheyrnarfulltrúi úr Borgarbyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is