Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2007 01:05

Veitt lengur í Norðurá vegna þurrkanna

Á stjórnarfundi í Vf. Norðurár í gærkvöldi var samþykkt beiðni Stangaveiðifélags Reykjavíkur um að framlengja veiðtímabilið í Norðurá þetta haustið. Veitt verður frá 5. til 12. september en samkvæmt hefðinni hefði veiði í Norðurá átt að ljúka á mánudaginn, 3. september. Eins og þeir sem fylgst hafa með laxveiði í sumar vita hefur lax verið að ganga seint og illa í árnar vegna þurrka og veiðin verið samkvæmt því. Hins vegar þegar fór að rigna hefur lax hrúgast inn og hafa veiðimenn við Norðurá verið að fá grálúsuga laxa upp um alla á, eins og einn þeirra komst að orði. Samkvæmt heimildum blaðsins er áin smekkfull af laxi og því fátt annað að gera en að lengja veiðitímann.

Sigurður Már Einarsson, deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun sagði í samtali við Skessuhorn að í svona óvenjulegu árferði væri ekkert að því að veiða lengur, sérstaklega í ljósi þess að um nýgengin lax væri að ræða. Það væri ekkert sem bendir til að þetta komi niður á hrygningastofnum árinnar, enda færu menn ekki fram úr þeim dagafjölda með þessu aðgerðum, sem veiða mætti á stöng, ár hver.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Páll Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur að í ljósi óvenjulegra aðstæðna í sumar væri ekkert óeðlilegt að þessi ósk kæmi fram þar sem mikill lax væri að ganga enn í ána. „Við munum selja staka daga og veitt verður frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 20 á kvöldin og eingöngu á flugu eins og var í sumar. Allar reglur sumarsins eru enn í gildi svo sem að sleppa öllum laxi sem er 70 cm. og lengri,“ sagði Páll Ármann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is