Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2007 03:53

Jarðhita- og neysluvatnsleit í Reykholtsdal

Sumum kann e.t.v. að finnast það vera að bera í bakkafullan lækinn að leita að heitu vatni í Reykholtsdal, eða álíka skynsamlegt og að leita að kaffibaunum í Brasilíu eða kókaíni í Kólumbíu. Engu að síður finnst ekki heitt vatn á öllum jörðum í Reykholtsdal og því hafa nokkrir land- og jarðaeigendur staðið fyrir tilraunaborunum í sumar, í þeim tilgangi að freista þess að finna vatn í nýtanlegu magni. Nokkur árangur hefur orðið úr þessum borunum og ýmist verið borað niður á heitt vatn eða kalt vatn sem einnig er þörf fyrir til neyslu.

Í Brekkukoti hefur jarðbor í eigu Árna Kópssonar verið að störfum undanfarna mánuði og boraðar hafa verið tvær holur. Sú síðari fann vatn í nýtanlegu magni og gerir Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti ráð fyrir því að með dælingu geti hann virkjað allt að þrjá sekúndulítra af 76 gráðu heitu vatni úr holunni.

Þá hefur lítill bor frá Alvarr ehf. borað á nokkrum stöðum síðsumars. Á lóð Einars S Traustasonar, verktaka í Hátúni í nágrenni Kleppjárnsreykja stendur nú yfir borun. Friðfinnur K Daníelsson, verkfræðingur og eigandi borsins gerir ráð fyrir að bora um 200 metra djúpa holu í Hátúni og að fá um 65 gráðu heitt vatn á því dýpi. Þá liggur fyrir að borinn fari í jarðhitaleit í landi Grímsstaða í sömu sveit í næstu viku.

 

Fyrr í sumar voru boraðar nokkrar hitastigulsholur í landi Skáneyjar og Birkihlíðar en þær holur gáfu allar kalt vatn og sumar í nokkru magni. Friðfinnur Daníelsson, verkfræðingur hefur talsvert komið að borframkvæmdum í Reykholtsdal áður. Í samtali við Skessuhorns taldi hann engan vafa leika á því að bora mætti vinnsluholur á þessum jörðum sem uppfyllt gætu neysluvatnsþörf í Reykholtsdal, en á því hefur víða verið mikill skortur einkum í þurrkunum í sumar. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hyggst Orkuveita Reykjavíkur leggja neysluvatnslögn úr Grábrókarveitu, frá Borgum upp Stafholtstungur og í Reykholt til að anna neysluvatnsþörf á þeirri leið. Sú framkvæmd er talin kosta vel á annað hundrað milljónir króna. Nú velta menn því fyrir sér hvort sú framkvæmd feli ekki í sér að leitað verði óþarflega langt yfir skammt m.t.t. þess sem Friðfinnur fullyrðir, að hægt sé að finna og virkja nægjanlegt magn neysluvatns í dalnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is