Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2007 04:53

Hagnaður SPM var 2,4 milljarðar fyrri hluta ársins

Sparisjóður Mýrasýslu hefur birt niðurstöðu samstæðureiknings fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Þar kemur fram að sjóðurinn skilaði 2.899,7 milljóna kr. hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins miðað við 1.099,7 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta er hagnaður samstæðunnar 2.409,8 millj. kr. samanborið við 921,0 millj. kr. fyrri hluta ársins 2006. Aukning á hagnaði milli tímabila er því 161,6%. Vart þarf að taka fram að sjóðurinn hefur aldrei hagnast svo mikið áður. Eigið fé SPM var 7.787,1 millj. kr. 30. júní 2007 en var 5.380,5 millj. kr. í árslok 2006, þar af er hlutdeild minnihluta 54,0. Aukningin er 44,7%. Arðsemi eiginfjár er 89,5% á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,1% þann 30. júní 2007.

Heildareignir samstæðunnar eru 42,6 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn miðað við 36,4 milljarða í lok árs 2006. Hafa þær því vaxið um 17,0% fyrstu sex mánuði ársins. Útlán samstæðunnar hafa aukist um 12,9% á árinu og innlán um 10,4% fyrstu sex mánuði ársins.

 

Vaxtatekjur námu 1.941,0 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins en það er 17,4% hækkun frá sama tímabili ársins 2006. Þá hækkuð vaxtagjöld um 17,0% miðað við fyrri hluta ársins í fyrra og námu nú 1.552,6 millj. kr. Hreinar vaxtatekjur námu 388,4 millj. kr. sem er 18,8% hækkun. Hreinar rekstrartekjur voru 3.042,4 millj. kr. á móti 1.196,0 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 154,4% frá fyrri hluta ársins 2006. Framlag í afskriftarreikning útlána nam 142,7 millj. kr. Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 564,5 millj. kr. á fyrri hluta ársins en voru 395,6 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 15,7% miðað við 24,9% fyrir fyrri hluta ársins 2006. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 1,3% en var 1,1% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is