Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2007 08:39

Sonurinn rifbraut föður sinn í einni slagsmálasenunni

Í liðinni viku dvaldi á Snæfellsnesi tökufólk frá kvikmyndafyrirtækinu Wokafilm í Austurríki. Fyrir hópnum fara Kafkahjónin sem eru Íslendingum kunn fyrir áhuga sinn á fornsögum. Á Snæfellsnesi voru þau að taka upp atriði úr Eyrbyggjasögu. Myndin sem þau vinna nú að er um landnám Íslands og er því samansett af glefsum úr Íslendingasögunum. Kvikmyndir Kafkahjónanna hafa vakið mikla athygli víða um heim sérstaklega fyrir fallegar tökur og skemmtileg efnistök. Tökuliðið hafði bækistöð í Eyrabyggju -Sögumiðstöð í Grundarfirði, þar sem Ingi hans Jónsson var þeim innan handar við val á tökustöðum og leikurum. Allir búningar leikaranna voru fengnir að láni frá Eiríksstöðum í Haukadal. Þau atriði Eyrabyggjasögu sem voru valin til þessarar myndar snérust um samband þeirra Björns Breiðvíkingakappa (leikinn af Jónasi Víðis Guðmundssyni) og Þórdísar á Fróðá (Elísabet Sif Helgadóttir). Þeirra samband er eitt örlagastaríkasta ástarævintýri Íslendingasagnanna.

Næst var hafist handa við tökur á sögu berserkjanna, en þar voru í hlutverkum feðgarnir Geirmundur Vilhjálmsson og Heiðar sonur hans. Eftir grjótburð mikinn og gríðarlegt jarðrask vildu þeir feðgar, sem báðir eru rammir mjög að afli, að tekin yrði upp slagsmálasena með þeim, svona rétt til gamans. Þeim slagsmálum lyktaði með því að strákurinn braut nokkur rif í karli föður sínum. Eftir að Gunda læknir hafði skoðað Geirmund héldu tökur þó áfram á Helgafelli þar sem Víga –Stýr (Ólafur Guðmundsson) leitar ráða hjá Snorra goða (Lars Nygaard) vegna bónorða berserksins. Allir leikararnir koma úr Grundarfirði nema María Björnsdóttir frá Stykkishólmi, sem fór með hlutverk þeirrrar fögru konu sem var örlagavaldur sögunnar. Háralag hennar mun hafa valdið því að sækja þurfti út fyrir Grundarfjörð í vali í hlutverkið, alls ekki að fagrar konur fyrirfinnist ekki í Grundarfirði. Þetta vildu aðstandendur myndarinnar að skýrt kæmi fram.

 

Nálgast má ýmsar glefsur úr verkum þeirrra Kafkahjóna á

www.wokafilm.at.tf

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is