03. september. 2007 11:10
 |
Þrjár efstu í einstaklingskeppninni |
Vesturlandsmót kvenna í golfi fór fram á Garðavelli á Akranesi sl. laugardag. Ágæt þátttaka var á mótinu frá flestum golfklúbbum landshlutans. Helstu úrslit urðu þau að Vesturlandsmeistari kvenna 2007 í höggleik án forgafar varð Arna Magnúsdóttir GL með 86, í öðru sæti varð Íris Huld Sigurbjörnsdóttir GMS með 91 og í þriðja sæti Dóra Henriksdóttir GVG með 93. Í sveitakeppni sigraði Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi naumlega með 122 stig, en bestu skor áttu þær Íris, Auður, Erla og Karin. Fast á hæla þeirra komu félagskonur í Golfklúbbnum Leyni þær Guðrún, Þóranna, Hrafnhildur og Arna með 121 stig. Í þriðja sæti varð Golfklúbbur Borgarness þær Júlíanna, Guðrún, Sigurbjörg og Ásta með 115 stig og loks í fjórða sæti Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði með 11 stig, þær Dóra, Helga, Jófríður og Bryndís.
Sjá fleiri myndir og úrslit í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag.