03. september. 2007 12:12
Síðasta kvöldganga UMSB í sumar var í Daníelslund við Svignaskarð í síðustu viku þar sem leitað var að sveppum og þeir skoðaðir. Birgir Hauksson, skógarvörður var leiðsögumaður í ferðinni og benti hann göngufólki á æta sveppi og hina eitruðu ássamt því að segja frá sögu lundarins og léttum sögum af frænda sínum Daníeli Kristjánssyni sem lundurinn heitir eftir.