Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2007 01:32

Soðningin setti brunakerfi Klettaborgar af stað

Slökkvilið Borgarness var kallað út að leikskólanum Klettaborg við Borgarbraut um hádegisbil í dag. Viðvörunarkerfi í húsinu fór af stað og setti starfsfólk leikskólans viðbragðsáætlun strax af stað og rýmdi húsið. Fljótlega kom í ljós að ekki var um eld að ræða og líkur taldar á að gufa frá eldavél hafi komið kerfinu af stað. Steinunn Baldursdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væri í annað skipti á skömmum tíma sem viðvörunarkerfið færi af stað. Í bæði skiptin hafi hitt á að verið var að sjóða ýsu og því teldi hún líklegt að gufa frá eldamennskunni væri orsökin.

“Við þurfum greinilega að láta yfirfara slökkvikerfið hjá okkur því það virðist ofurnæmt fyrir gufu. Hið jákvæða við þetta var að við æfðum rýmingu hússins og tók það vel innan við eina mínútu að koma öllum, bæði börnum og starfsfólki út. Síðast þegar skipulögð slökkviæfing var hjá okkur tók það eina mínútu og fimmtán sekúndur. Nú voru börnin hinsvegar öll stödd í matsal og því tók rýmingin enn skemmri tíma,” sagði Steinunn.

 

Mynd: Börnin í elstu deild voru hin rólegustu þrátt fyrir að hafa nýlega þurft að yfirgefa húsið. Hér eru þau í lesstund eftir hádegismatinn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is