Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2007 07:16

Góð aðsókn í sund í sumar

Metaðsókn var í sundlaugina í Borgarnesi í sumar. Aukningin milli ára var töluverð á sumargestum en ekki eins mikil yfir vetrarmánuðina.  Eins og mörgum er í fersku minni var sumarið gífurlega gott og því hafa margir ferðamenn án efa lagt leið sína í sundlaugar. Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar sagði í viðtali við Skessuhorn að í sundlaugina í Borgarnesi hefðu komið 2500 fleiri gestir í júní og júlí á þessu ári, heldur en var á síðasta ári. „Hins vegar var veturinn ekki alveg eins góður og oft áður, þannig að þetta jafnar sig dálítið út. Við höfum ekki samanburðartölur frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum, ekki fyrr en á næsta ári.

Aftur á móti erum við afskaplega ánægð með það hversu hátt sundlaugin í Borgarnesi skoraði í þjónustukönnuninni, þar voru yfir 90% íbúa ánægðir með hana. Við fögnum því og ætlum að halda áfram að standa okkur vel, á því er enginn vafi,“ sagði Indriði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is