Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2007 09:57

Dýrfinna hlaut bæði aðalverðlaun Ísmóts 2007

Karlaskartið Fjaran
Ísmót 2007, Íslandsmeistaramót faggreina innan Samtaka Iðnaðarins (The Icelandic Skills Competition), var haldin í Laugardalshöllinni um helgina. Keppt var um viðurkenningar í fjölda greina, m.a. skartgripagerð í tveimur flokkum.  Annars vegar var um að ræða skart fyrir konur og hins vegar fyrir karla.  Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður á Akranesi tók þátt í keppninni og gerði sér lítið fyrir og sigraði í báðum flokkunum.

Um 40 gripir bárust dómnefnd sem skipuð var þverfaglegum hópi fulltrúa sem mat  keppnisgripina. Þá var almenningi einnig gefinn kostur á þátttöku með símakosningu.  Dýrfinna vann verðlaunin skartgripur ársins 2007 fyrir bæði konur og karla. 

Karlaskart Dýrfinnu nefnist “Fjara” og með því vill hún skírskota til fjöru Íslands og hreinleika sjávar.  Efnið sem hún notar í næluna er silfur, skreytt með einum hvítum Cirkon steini.  Festingin er nýstárleg en þar er notast við segul. Kvenskartið nefnist “Vertu þú sjálf/Eftir þínu höfði,” skart sem er hægt að forma og breyta eftir hugmyndaflugi notandans, tilefni og flík.  Efnið sem hún notar er gullþráður, stálþráður, gulldoppur og ferskvatnsperlur með inngreyptum festingum. Verðlaunagripirnir verða til sýningar í nýrri vinnustofu og galleríi sem þau Dýrfinna og Finnur Þórðarson gullsmiður munu opna sameiginlega að Stillholti 16 á Akranesi síðar í þessum mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is