Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2007 06:48

Starfsemi tómstundaskóla samræmd í Borgarbyggð

Sú starfsemi í Borgarbyggð sem áður var kölluð Skólaskjól hefur nú skipt um nafn og heitir í dag Tómstundaskólinn. Þar gefst börnum í grunnskóla kostur á að dvelja eftir skóla, hvort sem þau eru að bíða eftir að komast heim með skólabíl eða að verða sótt af foreldrum sínum.  Gjaldskrá fyrir dvöl í Tómstundaskólanum hefur verið hækkuð, sem að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra, kemur til af því að sveitarfélagið hefur ákveðið að stórbæta þjónustuna. Verðið fyrir dvölina verður 165 krónur á klukkustund og 75 krónur fyrir hressingu, bæði í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fyrir byggðaráðsfundi, sem verður í dag miðvikudag, liggur fyrir tillaga um að þau börn sem þurfa að bíða í Tómstundaskólanum eftir skólabíl sem fer í dreifbýlið munu borga 20% af þessu gjaldi. Páll sagði jafnfram að verið væri að vinna að samræmi á þessum málum í sveitarfélaginu öllu og athuga hvort bæri að koma upp svipaðri aðstöðu á fleiri stöðum.

Þegar er í gangi starfsemi á Hvanneyri og það er nýr forstöðumaður Tómstundaskólans, Gunnhildur Harðardóttir sem samræma mun starfsemina á báðum stöðum. Fleiri staðir verða síðan skoðaðir í framhaldi af því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is