Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2007 06:48

Starfsemi tómstundaskóla samræmd í Borgarbyggð

Sú starfsemi í Borgarbyggð sem áður var kölluð Skólaskjól hefur nú skipt um nafn og heitir í dag Tómstundaskólinn. Þar gefst börnum í grunnskóla kostur á að dvelja eftir skóla, hvort sem þau eru að bíða eftir að komast heim með skólabíl eða að verða sótt af foreldrum sínum.  Gjaldskrá fyrir dvöl í Tómstundaskólanum hefur verið hækkuð, sem að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra, kemur til af því að sveitarfélagið hefur ákveðið að stórbæta þjónustuna. Verðið fyrir dvölina verður 165 krónur á klukkustund og 75 krónur fyrir hressingu, bæði í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fyrir byggðaráðsfundi, sem verður í dag miðvikudag, liggur fyrir tillaga um að þau börn sem þurfa að bíða í Tómstundaskólanum eftir skólabíl sem fer í dreifbýlið munu borga 20% af þessu gjaldi. Páll sagði jafnfram að verið væri að vinna að samræmi á þessum málum í sveitarfélaginu öllu og athuga hvort bæri að koma upp svipaðri aðstöðu á fleiri stöðum.

Þegar er í gangi starfsemi á Hvanneyri og það er nýr forstöðumaður Tómstundaskólans, Gunnhildur Harðardóttir sem samræma mun starfsemina á báðum stöðum. Fleiri staðir verða síðan skoðaðir í framhaldi af því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is