04. september. 2007 06:49
Óvenju mikið hefur verið í Andakílsárfossi undanfarið. Ekki fer mikið fyrir þeim fossi dagsdaglega eða síðan áin var virkjuð rétt eftir stríð. Þennan nýfundna vatnsflaum má að hluta til útskýra með nokkru vatnsveðri sem hefur gengið yfir undanfarna daga, en haldbetri skýring er sú að nú er unnið að endurnýjun annarrar tveggja aðveituæða Andakílsárvirkjunar og hefur vatni því verið hleypt á ánna og slökkt á virkjuninni á meðan.
Sjá nánar frétt um framkvæmdir við Andakílsárvirkjun í Skessuhorni sem kemur út á morgun.