05. september. 2007 09:32
Margir sjómenn við Ísland reyna að skapa sér og sínum atvinnu með því að gera út báta eingöngu á leigukvóta. Hefur afrakstur þeirra verið mismunandi góður, sumir hreinlega fara aftur á bak með útgerð þessara báta meðan öðrum gengur betur. Leiguverð á kvóta hefur farið stighækkandi og menn jafnvel tapað hundruðum þúsunda króna í róðri, vegna þess að söluverð aflans er lægra en kvótaverðið svo ekki sé talað um annan kostnað við útgerðina. Í Ólafsvík eru nokkrir aðilar sem gera eingöngu út á leigukvóta og eru þau hjón Davíð Þ Magnússon og Bylgja Dröfn Jónsdóttir meðal þeirra sem hafa afkomu sína undir veiðum á kvóta sem aðrir eiga.
Sjá viðtal við Davíð Þ Magnússon í Skessuhorni sem kemur út í dag.