Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2007 08:18

Eignir í Hvalfirði til sölu

Ríkiskaup hefur auglýst ríflega 18 hektara lands til sölu í Hvalfirði. Um er að ræða eignir innan girðingar, svo sem olíutanka, uppskipunarbryggju fyrir olíu, svefnskála og ýmsar aðrar byggingar tengdar fyrrum rekstri Olíustöðvarinnar auk búnaðar sem er í stöðinni og tilheyrði rekstri hennar. Tilboðum skal skila fyrir 10. október næstkomandi. Í samtali við sveitarstjóra kom fram að Hvalfjarðarsveit hyggst ekki falast eftir eignunum. Það er fjármálaráðuneytið sem hefur umsjón með eignunum en utanríkisráðuneytið tók við þeim þegar varnarliðið hvarf af landinu í haust. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við Skessuhorn að sveitarstjórn hefði átt fund með ráðuneytismönnum í síðustu viku:

„Við vorum einungis að ræða við þá um hvaða áform væru í gangi um þessar eignir. Okkur er auðvitað ekki alveg sama um hvaða starfsemi verður innan okkar sveitar.“ Aðspurður svaraði Einar að Hvalfjarðarsveit hefði ekki í hyggju að kaupa eignirnar, enda væru þær líklega ekki falar fyrir neina smáaura. „Það var búið að eyða miklum fjármunum í að endurbæta olíutankana en síðan hefur ekki komið í þá dropi af olíu. Svo skilst okkur að bryggjan sé í góðu ásigkomulagi og yfirleitt þær eignir sem varnarliðið var með. Þarna er aðdjúpt svo svæðið er tilvalið til geymslu á eldsneyti hvað þetta varðar. Einhverjir hafa þegar sýnt svæðinu áhuga en hver hreppir hossið kemur ekki í ljós fyrr en í október,“ sagði Einar Örn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is