06. september. 2007 09:15
Tilgangur Evrópska menningarminjadagsins er að vekja athygli alls almennings á gildi menningararfsins og að skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagurinn hér á landi verður haldinn föstudaginn 7. september. Í ár er menningarminjadagurinn haldinn í samvinnu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins. Efni ársins hér á landi er Gömul híbýli og íbúar þeirra. Á Vesturlandi hefur Bólstaður við Álftafjörð í Helgafellssveit, orðið fyrir valinu. Hist verður við brúnna yfir Úlfarsfellsá í Álftafirði klukkan 18.00, föstudaginn 7. september næstkomandi, þar sem Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, mun kynna minjarnar um Bólstað og fyrrum ábúenda hans, Arnkel góða. Allir eru velkomnir.