Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2007 08:36

Framkvæmdastjóri Dominos skellti sjálfur á sig svuntunni

Dominos Pizza opnaði um liðna helgi nýjan veitingastað á Smiðjuvöllum á Akranesi í verslunarmiðstöðinni Þjóðbraut, þar sem Bónus og Apótek Vesturlands hafa þegar opnað.  Ásdís Höskuldsdóttir, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar en hún hafi ekkert sérstaklega verið auglýst til þess að starfsfólkið fengi sinn tíma til þjálfunar áður en allt færi á fulla ferð. Sá frestur fékkst hinsvegar ekki þar sem “allt var brjálað að gera um helgina.” Ásdís skellti sér sjálf í búning um helgina og tók til hendinni með krökkunum á Dominos og segir hún allt hafa gengið afskaplega vel. “Það er gaman að vinna með landsbyggðarfólki. Þar er einhvernveginn meiri metnaður og kraftur í því og er bæði jákvætt og skemmtilegt,” segir hún.

Ásdís segir opnun Dominos á Akranesi hafa verið í undirbúningi síðan seinnihluta árs í fyrra. “Það er stefna Dominos að opna fleiri staði á landsbyggðinni. Staðurinn á Akranesi er eins konar prufukeyrsla í þeirri stefnu og ef hann gengur vel má búast við frekari sókn fyrirtækisins á landsbyggðinni.  Staðurinn á Akranesi mun vera 14. staður Dominos á Íslandi,” sagði Ásdís.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is