Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2007 08:36

Framkvæmdastjóri Dominos skellti sjálfur á sig svuntunni

Dominos Pizza opnaði um liðna helgi nýjan veitingastað á Smiðjuvöllum á Akranesi í verslunarmiðstöðinni Þjóðbraut, þar sem Bónus og Apótek Vesturlands hafa þegar opnað.  Ásdís Höskuldsdóttir, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar en hún hafi ekkert sérstaklega verið auglýst til þess að starfsfólkið fengi sinn tíma til þjálfunar áður en allt færi á fulla ferð. Sá frestur fékkst hinsvegar ekki þar sem “allt var brjálað að gera um helgina.” Ásdís skellti sér sjálf í búning um helgina og tók til hendinni með krökkunum á Dominos og segir hún allt hafa gengið afskaplega vel. “Það er gaman að vinna með landsbyggðarfólki. Þar er einhvernveginn meiri metnaður og kraftur í því og er bæði jákvætt og skemmtilegt,” segir hún.

Ásdís segir opnun Dominos á Akranesi hafa verið í undirbúningi síðan seinnihluta árs í fyrra. “Það er stefna Dominos að opna fleiri staði á landsbyggðinni. Staðurinn á Akranesi er eins konar prufukeyrsla í þeirri stefnu og ef hann gengur vel má búast við frekari sókn fyrirtækisins á landsbyggðinni.  Staðurinn á Akranesi mun vera 14. staður Dominos á Íslandi,” sagði Ásdís.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is