Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2007 03:43

Mjög slæmt ástand Skorradalsvegar

Skessuhorni barst ábending frá dalbúa í Skorradal um að Skorradalsvegur í nágrenni Vatnsenda væri í miður góðu ástandi þessa dagana. Benti dalbúinn á að þar væri vegurinn orðinn svo slæmur að hann væri ekki lengur mönnum né bílum bjóðandi. Að hans sögn hefur ekkert verið gert við veginn síðastliðin tvö ár, eða síðan hann var settur á áætlun um vegi sem eiga að vera lagðir bundnu slitlagi. Viðmælandi var nokkuð miður sín yfir þessu en batt þó vonir til að ástandið myndi batna á næstu misserum. Umræddur vegarkafli var boðinn út nýlega og voru Þróttur ehf., Borgarverk ehf. og Klæðning ehf. með þrjú lægstu tilboðin í veginn. Ekki er búið að taka ákvörðun um hver hlýtur verkið.

Að sögn Valgeirs Ingólfssonar hjá Vegagerðinni í Borgarnesi er ástand malarvega almennt slæmt þessa dagana í héraðinu. Hann kennir þar um miklum þurrkum í sumar og rigningartíð undanfarið. Valgeir segir vegi hafa verið orðna „uppbarða” og þurra eftir þurrkana og svo skolist þeir bara í burtu í þessum miklu rigningum. Hann kennir einnig um fjárskorti í viðhald þessara vega en segir þó stefnt að því að taka átak í heflun á svæðinu á næstunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is