Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2007 01:16

Leitað að sprengjum í Hvalfirði í gær

Sprengjuleitaræfingin Northern Challenge stendur yfir á Íslandi frá 28. ágúst en lýkur á morgun, 7. september.  Hluti hennar fór fram í Hvalfirði í gær en hér er um að ræða sameiginlega æfingu Svía, Dana, Norðmanna og Íslendinga. Æfingin var skipulögð af Landhelgisgæslunni með styrk frá Atlantshafsbandalaginu. Íslendingarnir voru ekki við sprengjuleit í Hvalfirði heldur var hlutverk Íslendinga að vera stjórnendur æfingarinnar auk þess sem þeir smíðuðu þær sprengjur sem notast var við á æfingunni. Æfingasvæðið var gamla Natósvæðið í Hvalfirði sem nýlega var auglýst til sölu. En einnig hafa æfingar farið fram á nýja öryggissvæðinu í Keflavík.

Æfingin var hugsuð á þann hátt að „herstöðin” hafi verið hernumin af hryðjuvekamönnum og henni síðan náð aftur af bandamönnum, en þó væru sprengjugildrur á víð og dreif eftir hryðjuverkamennina ófyrirleitnu. Það var síðan hlutverk sprengjuleitarmannanna að finna þessar sprengjur og gera óvirkar. Æfingunni var stjórnað af Sigurði Ásgrímssyni Sprengjusérfræðingi hjá Landhelgisgæslunni en meðstjórnandi var Daninn Lars Møller Pedersen en hann ku vera reynslubolti á þessu sviði.

 

Í Hvalfirði kom það í hlut Dana og Norðmanna að leita að sprengjum.  Hluti Norðmannanna, eða „fjólubláa liðið,” sem búið er sérstöku sprengjuleitarvélmenni kom að vísu aðeins of seint því þeir villtust á leiðinni frá Keflavík til Hvalfjarðar og mættu ekki fyrr en um hádegið, tveimur tímum eftir að æfingin hófst. Varð mönnum á orði að líklega hafi GPS tæki þeirra reynst illa í íslenskum veðrum þrátt fyrir að það hafi verið innandyra á mælaborði pallbíls þeirra af Chevrolett gerð.

 

Þyrla landhelgisgæslunnar TF GNA var notuð á æfingunni og stóð til að varðskip yrði notað, en ekki varð úr því. Sprengjuleitarmenn sigu úr þyrlunni niður á bryggjusporðinn með svokallaðri „fastrope” tækni og svo var þyrlan látin sveima yfir þeim í dálítinn tíma til þess að gera aðstæður enn erfiðari en þyrlan fór alls þrjár ferðir frá Keflavík til Hvalfjarðar. Æfingin fór fram í suðvestan sudda og voru þátttakendur ánægðir með veðrið. „Veðrið gerir æfingarnar erfiðari og erfiðar æfingar gera starfið auðvelt,” sagði Lars.  Northern Challenge æfingunni lýkur á morgun, föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is