07. september. 2007 09:11
Ólafur K. Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri við dvalarheimilið Fellsenda í Dölum. Ólafur er heimamaður. Fjórir sóttu um starfið, auk hans. Þeir eru í stafrófsröð: Elísabet Svansdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Heimir L. Fjeldsted og Margrét Jóhannsdóttir. Ólafur tók við stöðunni 1. september síðastliðinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er um hálfa stöðu að ræða.