Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2007 12:12

Glugga og glerhöllin sameinuð PGV

Glugga og glerhöllin á Akranesi var í ágústmánuði sameinuð fyrirtækinu PGV ehf í Hafnarfirði sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins í framleiðslu glugga og hurða úr pvc efni. Sameinuð starfa fyrirtækin nú undir merkjum PGV ehf. Þorsteinn Jóhannesson er framkvæmdastjóri PGV ehf. og einn af eigendum sameinaðs fyrirtækis. Í samtali við Skessuhorn sagði hann að framleiðsla PGV flyttist nú alfarið á Akranes. Því muni starfsfólki þar fjölga sem því nemur, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er 21. Söluskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu mun verða efld en einnig verður söluskrifstofa starfrækt á Akranesi. Þorsteinn segir að sameining þessara fyrirtækja muni auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við viðskiptavini þar sem þeir fái nú allt á sama stað, þ.e. glugga, hurðir, sólstofur, svalalokanir og nú glerið einnig.

 

“Ég geri ráð fyrir áframhaldandi aukningu í sölu á gluggum, hurðum, garðskálum og svalalokunum. Einnig verður lögð mikil áhersla á sölu á tvöföldu gleri en stefnt er að því að tvöfalda glerframleiðsluna strax á næsta ári. Á næstunni verður svo bætt við fleiri vöruflokkum sem falla að starfsemi fyrirtækisins,” sagði Þorsteinn.

 

Aðspurður segir Þorsteinn að megintilgangurinn með samruna fyrirtækjanna væri að efla glerframleiðsluþáttinn. “Við nýtum öfluga sölustarfsemi okkar á höfuðborgarsvæðinu til að auka vægi glersölu, sem hefur verið helsti styrkleiki Glugga- og glerhallarinnar.” Þorsteinn segir að ótvírætt séu þó fleiri kostir við að byggja upp framleiðsludeildina á Akranesi. “Það er stöðugt vinnuafl á Akranesi. Við erum með sameiningu við rótgróið fyrirtæki eins og Glugga- og glerhöllina að styrkja tengsl okkar við markaðinn á Vesturlandi þar sem fyrirtækið hefur verið öflugur aðili á markaði. Loks er ekki síst kostur að uppskipunarhöfn mun eflast og stækka á Grundartanga og því er Akranes vænleg staðsetning fyrir framleiðsluiðnað sem þennan.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is